Færsluflokkur: Bloggar

Hersetin þjóð

Nú rétt fyrir jólinn stóð ég við kassann í lágvöruversluninni Nettó og var var við eftir að ég hafði greitt fyrir múslíið og bjórinn að á borðinu stóð söfnunarbaukur frá hjálpræðishernum, danmerkurdeild, þar sem á stóð ritað "Peningana eða við syngjum!". 

Eins og mér er nú illa við að gefa peninga þá var ég ekki lengi að láta afganginn renna í baukinn.


Af málefnalegri umræðu

Ég tel að það væri málfrelsinu, fjölmiðlum, þjóðmálaumræðunni og almennri skynsemi til frama ef símanum hjá Ástþóri Magnússyni yrði lokað og hann sviftur öllum netaðgangi.

Skreytum hús með grænum greinum

Mikið hefur maður lesið í blöðum og netheimum um "sérstaka" jólasiði í öllum heimsins hornum sem koma saltkjötsétandi neysluseggjum sérkennilega fyrir sjónir.

 Ég hef hinsvegar velt fyrir mér hvernig það varð til siðs í norðanverðri Evrópu og víðar að taka eina tréð sem enn var grænt um hávetur, drepa það, draga inn í stofu, reyna að kveikja í því með að hengja á það kerti og dansa einfalda útgáfu af vikivaka í kringum hræið til að fagna hækkandi sól.


Workaholics anonymus

WA samtökin eru samtök fólks sem kalla sig vinnusjúklinga og eru ætluð að hjálpa þeim að vinna bug á vanda sínum með 12 spora kerfi AA samtakana. Nú hefur verið stofnuð íslandsdeild og stofnfundur þeirra var auglýstur í einu blaðanna í gær, aðfangadag og var svo hljóðandi:

"Stofnfundur WA(workaholics anonymus) samtakana verður haldinn í kvöld kl 18 í Borgartúni"

 


Verðskulduð hryðjuverkalög

Allt í einu mundi ég eftir moðerfokkin Leoncie, mér var send frumraun hennar til frægðar og frama í Englandi, í gegnum Facebook um daginn. Þar sem miðaldra kerlingaranginn skakar sellólitinu í pallíettukjól, teygjandi þennan eina tón sem hún þykist kunna að syngja yfir klámmyndalegum skemmtara undirleik, kallandi sig Ísprinssessuna.

Það er ekki skrýtið að Breskt stjórnvöld hafi sett hryðjuverkalög á land sem sendir frá sér slíka ónáttúru, til að vernda sinn skögultennta, sídrukkna skríl.


Jörð skelfur í landi úr sandi

Í síðustu viku vaknaði ég við sprengingar og sírenur en fannst það ekki skipta það miklu máli að ég vellti mér á hina hliðina og hélt áfram að sofa. Hálftíma síðar vakna ég við reykjarlykt, lít út um gluggan og sé þá að allt tiltækt er að berjast er að berjast við heilmikinn eld í kjallaranum í næsta stigagangi, þessi bruni eyðilagði allt í kjallaranum á #9, að auki voru miklar reykskemdir í stigaganginum og kapalsjónvarpsinntakið í mínum stigagangi skemmdist vegna brunans.

Með þessa atburði í fersku minni stekk ég fram úr rúminu í morgun þegar húsið stóð á reiðiskjálfi og huxa:"hvað nú, gassprenging, hryðjuverkaárás, gengjastríð, flugslys, svíainnrás, bankakreppa eða kapalsjónvarpsstöðinn búnað fatta að ég er að svindla" meðan ég hleyp um húsið  í rauðröndóttum H&M nærunum. Verð að viðurkenna að þegar maður býr í landi úr sandi eru jarðskjálftar ekki ofarlega í huga.


mbl.is Jarðskjálfti í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marklaus pæling #8

Afhverju dettur mér ekki lengur Frakkland í hug þegar ég heyri orðið "Paris"?

 


Mengelísk heilræði

Mengella er einhver skemmitlegasta blogsíða landssins. Innilega kjaftfor og groddaralega einlæg, óhrædd til gagnrýni, að stinga á kýlum samtímans og skeytir engu um pólitískan rétttrúnað. Mengellu ratast oft satt orð á skjá og langar mig til að koppípeista smá bút úr nýlegri meldingu;

"Kýrnar telja augljóst að vandinn stafi af því að ekki sé nóg baulað. Ærnar telja að nú þurfi að jarma sig út úr vandanum og Tófan telur að gott gagg geti a.m.k. ekki komið að sök. Róttæklingurinn reynir að róttækla íhaldssegginn. Íhaldsseggurinn tekur fram gasið. Evrópusinninn litar gular stjörnur á vegabréfið sitt og rasistinn vonar að nógu margir missi vinnuna til að það komist í tísku að berja útlendinga.

Nú vantar frumleikann. Allar óskir sem urðu að lausnum við það eitt að við lentum í vanda eru ótækar.

Sópum siðblinda liðinu frá borði. Sendum þá sem sköðuðu okkur í fangelsi eða setjum þá í þegnskylduvinnu.

Gerum þá kröfu til okkar sjálfra að hugsa nú einu sinni ögn dýpra en við erum vön. Þöggum niður í ræðumönnum sem segja ekkert nýtt. Látum þá ekki gegnisfella tungumálið frekar.


Gerum byltingu. Hugarfarsbyltingu. Menntum okkur aftur. Látum okkur nægja að syngja halelúja yfir blájólin en köstum eftir það sálmabókinni á bálið. Sem og öllu sem ekki er frumlegt. Ef það er frumlegt skoðum við hvort vit er í því. Ef ekki, á bálið með það. Það sem situr eftir, það gerum við."

 

 


Fjónstíðindi

 Það er eiginlega soldið fyndið að Davið Oddson sitji sem fastast í Seðlabankanum, hafi ekki rætt við viðskiðtaráðherra síðan 2007, snúi útúr í íslenskum fjölmiðlum. Segist vita hvað bretarnir eru að spá en ekki mega segja, og gerir sig svo breiðan í fjónsku héraðsfréttablaði. Hóti að verða bara forsætisráðherra aftur og sýna þessum kjánum hvernig á að gera þetta. Þetta lætur hann hafa eftir sér á trúnó við fyrrv.ritstjóra Fjónstíðinda sem heitir því æðislega nafni, Bent A. Kock.

Haltu þessu áfram Davið... þetta er bara of fyndið


mbl.is Davíð: Of mikið gert úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marklauspæling #7

Ég held að klámvæðingin sé að tröllríða öllu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband