Jörð skelfur í landi úr sandi

Í síðustu viku vaknaði ég við sprengingar og sírenur en fannst það ekki skipta það miklu máli að ég vellti mér á hina hliðina og hélt áfram að sofa. Hálftíma síðar vakna ég við reykjarlykt, lít út um gluggan og sé þá að allt tiltækt er að berjast er að berjast við heilmikinn eld í kjallaranum í næsta stigagangi, þessi bruni eyðilagði allt í kjallaranum á #9, að auki voru miklar reykskemdir í stigaganginum og kapalsjónvarpsinntakið í mínum stigagangi skemmdist vegna brunans.

Með þessa atburði í fersku minni stekk ég fram úr rúminu í morgun þegar húsið stóð á reiðiskjálfi og huxa:"hvað nú, gassprenging, hryðjuverkaárás, gengjastríð, flugslys, svíainnrás, bankakreppa eða kapalsjónvarpsstöðinn búnað fatta að ég er að svindla" meðan ég hleyp um húsið  í rauðröndóttum H&M nærunum. Verð að viðurkenna að þegar maður býr í landi úr sandi eru jarðskjálftar ekki ofarlega í huga.


mbl.is Jarðskjálfti í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband