Grænn og Gremjandi

Afhverju verður Edward Norton "Æðislegur" þegar hann slekkur ljósin í heilu borgunum í klukkutíma á ári en ég er "Pirrandi" þegar ég geng um íbúðina og geri það sama nokkrum sinnum dag?

Marklaus pæling #10

Ætli að einhver hafi byggt sér turn með kjallara.....

Hefndin er best borin fram köld

Woody allen er soldið eins og gæsalifur (foie gras), enginn millivegur, fólk annaðhvort elskar eða hatar hann. Í nýjustu mynd sinni Vicky Christina Barcelona fer snilld hans á flug; Katalónskt skáld, í markvissri hefnd á hinum ljóta heimi sem hann býr í, gerir það að ævistarfi sínu að skrifa einhver þau allra fallegustu ljóð sem nokkurn tímann hafa sést á pappír en hefnir sín á heiminum með því að gefa þau aldrei út. Og sviftir þar með heiminn allri þeirri fegurð (sem hann á hvort eð er á ekki skilið) sem í skáldskapnum bý.

Ég flissaði af þessu í gegnum alla myndina, sem var þrælgóð.


Marklaus pæling #9

Ætli að einhver hafi fæðst með 2 nafla....
mbl.is Fæddist með 24 fingur og tær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýr afþreying

Á horninu hjá mér er dæmigerð dönsk kíosk sem selur allt sem þig gæti vantað, lottó og getraunir, jógúrt og jónubréf,  smokka og sælgæti, strætómiða og sígarettur, klámblöð og kampavín, spagettísósur og kaffi, dagblöð og tímarit.

Um daginn stóð ég þarna í röð fyrir framan blaðarekkann og rak þá augun í klámmyndir á dvd sem voru á sértilboði, 3 stykki á 150 kall danskar. Við ansi pena og nánari athugun sá ég að sumar voru allt að 6 klukkustundar langar. Fyrir litlar 150kr gæti ég því fengið 18 klukkustundir af sjónvarpsafþreyingu, spurning hversu hollt það væri fyrir sálina að horfa á klámmyndir í 18 tíma. 


Ljót tölfræði

Sem dæmi um flokkspólitíska mengun á Íslandi má benda á að 1 af hverjum 100.000 íslendingum er seðlabankastjóri. Þetta er svipað og morðtíðnin á íslandi*. Það eru sem sagt jafnmiklar líkur á að ég verði gönnaður í drasl í Grafarvoginum og að ég fái að vera óhæf flokkspíka upp á punt í Svörtuloftum

12 ráðherrar þýða 4 á hverja 100.000(morðtíðni í USA)

63 þingmenn þýða  15.8 á hverja 100.000 (morðtíðnin í Rússlandi á góðu ári)

Og ég hef hvorki heimildir né vasareikni til að reikna alla aðstoðarmenn, stjórnarmennina og nefndarmenn sem enginn kýs, nema kannski að flokkurinn fái að gúddera. það mundi sennilega setja okkur langt upp fyrir Kólumbíu (fokking 60 á 100.000, það er sjúkt by the way)

 Í fáum orðum má segja að að stjórnarbatteríið á Íslandi sé of stórt, það verður að minnka

*Morð eru blessunarlega fátíð á Íslandi, en lág íbúatala þýðir að 3 manndráp á ári hækkar okkur upp fyrir flestar norðurlandaþjóðir, nema nottla Finnland. Heimild NationMaster


Vögguvísur hina vinnandi stétta

Tími er kominn til að kæla nepótisma fráfarandi sjálfstæðisflokks og nýfrjálshyggju huxjón Hannesar Hólmsteins sem hefur fengið falleinkun, eftir 17 ár af einkavæðingu, stóryðjustefnu, fjársvelti heilbrigðiskerfis (til að stuðla að einkavæðingu) lítur allt út fyrir að íslendingar séu að fá græn-sósíal demókratíska stjórn. Sem mun spara annarstaðar en í heilbrigðiskerfinu, frysta þær litlu eigur útrásarnauðgaranna sem eftir eru á landinu, reka Oddsson, endurskoða IMF sálarsöluna, hleypa fleiri konum í áhrifastöður og já mjög sennilega afturkalla þennan fáránlega hvalveiðikvóta, sem er soldið fyndinn þegar ég spái betur í það.

Fyrir ykkur með svipaðan gálgahúmor og ég mæli ég með þessu

Ég ætla hinsvegar að láta kæró syngja mig í svefn; hef samt ekki enn komist að hvort ég vilji heyra Maístjörnuna eða bara Nallann.


Lýsandi dæmi

Því miður er þetta enn eitt sorglega dæmið um hvað fráfarandi stjórn er úr takt við vilja fólksins í landinu og alþjóðasamfélagið. Hverjum ætla þeir að selja þennan óþverra og hvaða þróunarríkishuxunarháttur er það að leggja útflutningsgreinar og ferðaþjónustu (sem ásamt veitingaþjónustu er önnur stærsta tekjulind þjóðarinnar) í stórhættu fyrir útflutninsvöru sem er óæskileg erlendis? Þetta er kannski álíka gáfulegt og að hefja verslun með þræla í gegnum Ísland og verða rosalega hissa þegar gervöll heimsbyggðin missir andlitið af hneykslan og viðbjóði.

Japanir eru orðnir alltof kúltiveraðir til að kaupa ofmeyrnað beljukjöt með lýsisbragði alla leið frá íslandi, veiða það sjálfir ofaní sína sérvitringa.

Væri sennilega reiðari ef ég hefði ekki fulla trú að að þessi vitleysa verði afturkölluð með löngu tímabæru fráfalli Sjálfstæðismanna úr ríkisstjórn.


mbl.is IFAW: Undrun og vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdarán óskast fyrir hrædda þjóð!

Að minni persónulegu skoðunn slepptri, sem er að ríkisstjórnin eigi að segja af sér, leysa eigi upp þingið, setja á fót tímabundna neyðarstjórn sem mun rannsaka aðdraganda og afleyðingar bankahrunsins og endurskipuleggja stjórnskipan á Íslandi, þá tel ég að íslenska þjóðin sé orðin svo klofin í afstöðu sinni til stjórnarinnar að henni sé lengur stætt að starfa. Fésbókarar og bloggarar standa á banaspjótum og sýnist hverjum sitt, fólk er hrætt og reitt.  Að unglingar séu lamdir í hausinn og blaðamenn gasaðir, mótmælendur forviða á eigin reiði og hræðslu sláist við hljóðmenn Stöðvar2 og matreiðslumenn-og nema á Borginni, hlýtur að fá velmeinandi fólk til að huxa sinn gang.

Sama hver sem ykkar skoðun er, sama hvað flokk þið kjósið, sama hvaða banka þið skuldið mest og sama hvaða ráðamanni þið eruð skild þá verðum við að krefjast þess að lágmarki verði þing rofið og boðað verði til kosninga að vori komandi (og leyfa framsókn að prufa nýja Gíslamarteininn sinn).

Að öðrum kosti verður þjóðin klofnari og báráttan og hræðslan eykst.

 


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona var það sjötíu og eikkvað

 Fyrir utan að það hvað þessi yfirlýsing kemur illa við sérvisku feminismann í mér og ætti í raun heima á 6.áratugnum, eins og reyndar restin af þessum flokki. Þá finnst mér alveg æðislegt að þeir haldi að það nægi að bjóða stelpum í þetta pulsupartý sitt til að geta reddað málunum og svindlað sér enn aftur í ríkisstjórn á 10 prósentunum  sínum.

"Sagði Gunnar Bragi Sveinsson að hann vildi ekki standa í vegi fyrir því að fönguleg kona kæmist í stjórn flokksins." Hvað er þetta?? Eru íslensk stjórnmál virkilega á þessu plani. 

Ég er sömu skoðunnar og Njörður P. Njarðvík, um að pólitík á íslandi sé framapots-flokkspolitík sem endalaust stingi kjósendur í bakið því stjórnvöld vinna ekki fyrir fólkið heldur láta fólkið vinna fyrir sig. 

Njörð má sjá í Silfri Egils hér


mbl.is Dróg sig til baka úr ritaraslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband