Hefndin er best borin fram köld

Woody allen er soldið eins og gæsalifur (foie gras), enginn millivegur, fólk annaðhvort elskar eða hatar hann. Í nýjustu mynd sinni Vicky Christina Barcelona fer snilld hans á flug; Katalónskt skáld, í markvissri hefnd á hinum ljóta heimi sem hann býr í, gerir það að ævistarfi sínu að skrifa einhver þau allra fallegustu ljóð sem nokkurn tímann hafa sést á pappír en hefnir sín á heiminum með því að gefa þau aldrei út. Og sviftir þar með heiminn allri þeirri fegurð (sem hann á hvort eð er á ekki skilið) sem í skáldskapnum bý.

Ég flissaði af þessu í gegnum alla myndina, sem var þrælgóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband