Ljót tölfræði

Sem dæmi um flokkspólitíska mengun á Íslandi má benda á að 1 af hverjum 100.000 íslendingum er seðlabankastjóri. Þetta er svipað og morðtíðnin á íslandi*. Það eru sem sagt jafnmiklar líkur á að ég verði gönnaður í drasl í Grafarvoginum og að ég fái að vera óhæf flokkspíka upp á punt í Svörtuloftum

12 ráðherrar þýða 4 á hverja 100.000(morðtíðni í USA)

63 þingmenn þýða  15.8 á hverja 100.000 (morðtíðnin í Rússlandi á góðu ári)

Og ég hef hvorki heimildir né vasareikni til að reikna alla aðstoðarmenn, stjórnarmennina og nefndarmenn sem enginn kýs, nema kannski að flokkurinn fái að gúddera. það mundi sennilega setja okkur langt upp fyrir Kólumbíu (fokking 60 á 100.000, það er sjúkt by the way)

 Í fáum orðum má segja að að stjórnarbatteríið á Íslandi sé of stórt, það verður að minnka

*Morð eru blessunarlega fátíð á Íslandi, en lág íbúatala þýðir að 3 manndráp á ári hækkar okkur upp fyrir flestar norðurlandaþjóðir, nema nottla Finnland. Heimild NationMaster


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband