Marklaus pæling #3

Afhverju eru box-hringir ferkantaðir?

Ósvarandi spurning #7

Þegar allt snjóar í kaf í Reykjavík og allt verður ófært, verður maður að bíða eftir að maðurinn á snjóruðningstrukknum komi og ryðji götuna svo maður komist í vinnuna.

En hvernig kemst maðurinn á snjóruðningstrukknum í vinnuna sína?


Hvar er rafmagnbíllinn?

 Með ört hækkandi oliuverði er þessi heimildarmynd ágætis hugvekja um hverju þar er um að kenna og hvernig hægt væri að nýta raforku til skynsamlegri hluta en álbræðslu og vetnisframleiðslu.

 Í myndini Who killed the elecric car er farið yfir hvernig og hversvegna GM hættu framleiðslu og innkölluðu EV-1 bílana. Litið er til þátta olíurisanna, ríkistjórnar Bandaríkjana og framleiðendanna sjálfra og gefur myndin skemmtilega sýn á hvernig Korparatið virkar. 

Who killed the electric car 

 

slóðin á myndina: http://video.google.com/videoplay?docid=5871495968130273402&hl=en


Tour de France a la danoise

nú stendur hjólreiðakeppnin fræga Tour de france yfir og danir fylgjast spenntir með, ég skil ekki, íþróttir verða að hafa bolta svo að ég skilji þær. Þetta er ekki bara einfalt kapphlaup um það hver kemur fyrst í mark, það eru lið og svo er keppt í hver er bestur í brekkunum og sá sem er fyrstur fær að vera í gulri treyju daginn eftir. Fúff liggur við að ég reyni frekar að læra baseball, þar er allavegana bolti.

Þarna er verið að reyna hættulega á mannslíkaman, það getur enginn hjólað svona mikið enda eru lyfjahneiksli árleg og hafa verið frá upphafi þegar menn skelltu í sig soldið af koniaki, ether og fínasta apótekaraspítti sem hægt var að fá á þeim tíma og stukku svo á hjólin. Sigurvegari keppninar 1998, Marco Pantani lést úr ofneyslu kókaíns 2004 og Tom Simpson sem fékk hjartastopp í miðri keppnini 1967 var með æðar og vasa troðna amfetamíni. Kannski má segja að keppnin sé farinn að snúast um hver geti sloppið í gegnum testin en það þýðir nottla að Lance Amstrong á nýrnavél heima hjá sér. En beisikklý eru þetta bara kafdópaðir gaura á hjólum.... ekki nema von að þetta sé svona vinsælt í Danmörku.


Einn Faxe takk....

Den lille fede stendur í Boltens porti ásamt 3-4 skemmtistöðum, Topdollar, Nasa og Kulørbaren sem þar er stærstur og er í raun sameinaður Topdollar núna. Þar skemmta sér um 3-4000 manns á kvöldi og vart þarf að taka fram að áfengis pantarnirnar eru  í stærri kanntinum sem rúlla í gegnum portið okkar og til þeirra.

Ein þeirra vakti athygli mína, eða öllu heldur afhendingarmátin. Þegar við sátum og drukkum morgunkaffið okkar á föstudaginn kom pjakkur dragandi 4 tommu þykka slöngu á eftir sér og stökk með hana inn á Kulørbar( Ísl.Litaver) og ég hugsa; nei eru þeir að fara að skemma morgunstundina okkar með að fara að dæla úr ræsunum (þess þarf soldið oft í Køben). En svo var aldeilis ekki, heldur var þetta bjórsendingin fyrir helgina sem kom með stórum dælubílmerktum Faxe og fyllti á bjókerfið á Litaveri, minnti soldið á mjólkurbílinn í sveitini í gamladaga... bara fullur af bjór.

Þetta er það merkilegasta sem ég hef séð í útlöndum.. 


Feisbúkk

Er farinn að nota feisbúkk. Get samt ekki fyrir mitt litla líf botnað í því til hvers þetta er.

Aldursmerki?? Nútíminn orðinn of flókinn?? Eða eru allir hinir bara eikkva skrítnir, hefur reyndar alltaf fundist það... 


Drekkingarhylsdagur..

Sankt Hans dag er dönsk Jónsmessa. Upp á hann halda danir með því að kveikja bál, dansa og hlusta á læv músík, svaka fjör en bálið er aðal. Þetta er einhver nornabrennu minning sem er minnst með partíi á sumarsólstöðum, já flott kveikjum bál og rifjum upp hvað það var nú gaman þegar við hópuðumst saman og brenndum konur til dægrastyttingar. Ég legg til að á hverju ári hópumst við á Þingvöll og hendum strigapokum fullum af gömlum símaskrám í Drekkingarhyl og minnumst trúartengdu ofbeldi á konum.

Og svo ball á eftir... 

 


Marklaus pæling #2

Ætli að Þorsteinn Joð og Steingrímur Joð séu skildir.

Nágranni minn nauðgarinn

Með þá vitneskju í huga sem ég hafði frá manni sem kallar sig Fabío um að Ama´r hverfið væri nú ekki allt það sem það væri séð var ég mjög var um mig. Hafði augun opin eftir mótorhjólaklíkum að selja vopn, aröbum að selja hass, konum að selja kynlíf og rússum að selja allt fyrrnefnt. Óstýrlat ungmenni sem kveikja í skólum og berja blaðburðardrengi til ólífis sáust hvergi, ekki heldur gljámálga vændiskonur eða kolsvartir kóksalar.

Hverfið var gróið og fallegt að sjá, húsið rauðmúrsteinótt raðhús á 4 hæðum og ég virti það fyrir mér meðan ég beið eftir leigusalanum Goran, sem er blessunarlega A-evrópskur eikkva... hélt að hann væri sænskur (sbr. Sven Goran Eriksson). 

Við virtum fyrir okkur húsið og hann lýsti íbúðinni og ég var nú orðin sannfærður um að hér fyndust aungvir glæpa- eða ofbeldismenn. Ég rendi augunum yfir póskassanna til að sjá hvort ég þekkti einhvern í blokkinni og rak augun í nafn á 1. hæð en þar býr asísk fjölskylda og þar er efstur/efst á blaði einhver sem heitir því ógeðslega nafni; Rapeporn......

 Vona að þetta sé óhepplegt nafn frekar en starfsheiti. 


Af yfir-vinnu og varnaðarorðum

 Jæja eftir langa og mikla törn á Nómu hef ég ákveðið að færa mig um set eftir 3mánuði í starfi þar, ektjúallí er það meira eins og 6 mánuðir því að ég var að skila 300 tímum á mánuði og það er tæplega tvöfaldur vinnumánuður. Einfaldlega varð þetta bara of mikið og líkaminn farinn að láta á sjá og vinnan einfaldlega ekki nægilega gefandi fyrir mig en eina eiginlega matreiðslan sem fór fram á stöðinni minni var staffið.

 En nú hef ég eftir  ábendingar frá slátraranum fengið vinnu á Den lille fede sem er staður á St.Kongsgade niðrí bæ. Það sem heillaði mig við þann stað, fyrir utan venjulegar 2-2-3 kokkavaktir, er konseptið. Einungis er boðið upp á menjúa; 3rétta, 5 rétta og 7 rétta og er þetta frekar ódýrt með vínum að auki.. 910dkr minnir mig fyrir 7 rétti með vínum sem verður bara að teljast nokkuð gott.... byrja á föstudaginn ;)

 

 Af öðrum fréttum erum við hjónaleysin flutt í risíbúðina okkar á Valmúgavegi og líkar vel, enda hefur pleisið verið fótódókjúmentað og er hægt að skoða herlegheitin á síðunni hjá Þóruminni. Íbúðin er vel staðsett í raðhúsa/einbílishúsahverfi(minna gettó) steinsnar frá Amagarbrogade um 10-15 mín. hjólaferð niðrí bæ.

 Amager hefur slæmt orð á sér fyrir að vera soldið gettó, allavegana norðurhlutinn við Lergravsparken þar sem ég var áður og ber eftirfarandi uppskrift af samtali sem ég átti við Róbert Fabío, flúraða vöðvatröllið með úberdanska hreiminn sem ég hef vitnað í áður hér á síðunni, þess vitni.

 

Fabío: So Hraggi where is your new apartment

Raggi: It´s on Amager

F: oooooohhhhhhhh hehehe (spúkí svipur)

R: What??? Is it a bad neighbourhood??

F: Naaaah I guess trouble only come to those who look for it....

 

Undrandi og hálf smeikur eftir þennan danska Taóisma með varnaðarorðum frá vöðvatröllinu með “True Soldier” tattúið, hughreisti ég mig með því að þetta geti nú varla verið eins slæmt og Rimaranir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.