Marklaus pæling #1

Ef ég væri örvhentur ætti ég auðveldara með að klippa neglurnar á hægri hendi...

Ósvarandi spurning #6

Ef Teflon er viðloðunarfrítt efni, hvernig loðir það þá við pönnuna?

Myrkrana á milli

Það verður víst ekki tekið út með sældinni einni að vinna á tíunda besta veitingastað í heimi. Ég vakna rétt um kl 0500 og hjóla í kaldri morgunkyrrðinni í eitrið mitt sem þeir selja á horninu, espresso í Sevenelleven. Hann rétt dugar restina út á bryggju þar sem mín bíður ófríðasta skúringardama í heimi en hún lagar alltaf kaffi.

Á meðan að Dmitrí vinur minn og félagi vinnur hægt og óskipulega hleyp ég um og geng frá vörum, undirbý 4 diska smakkið, tala við sendlana á dönskunni minni, þeir svara á sinni og halda örugglega að ég sé vangefinn. Hádegið líður og áður en ég veit er ég að hjóla Amagerbrogade heim kl  2030, ég hjóla allt, eins og herforingi, enda lekur af mér lýsið eins og þorkhaus í þerri og stélið á mér orðið eins og á stíf bónaðri Spitfire. 

Heima slefa ég í mig einum durum, frá Sílasi eða Húgó, brosi til þóru minnar í webcam og horfi einn eða tvo þætti á Discó áður en ég lognast út af..... þetta er þá það sem þeir kalla myrkrana á milli. 


Ósvarandi spurning #5

Ef maður tekur sér eitthvað fyrir hendur og reynir að láta ætlunarverkið mistakast og manni tekst það. Hvort hefur manni þá mistekist eða tekist??

Mikið skil ég hann vel

Þetta virðist vera skinug skepna..

Mig hefur nú líka oft langað til að bíta þessa búningablætis byssu titti sem ekki gætu varið köttinn sinn frá spörfugli. 

Og Henry vinur minn (höfum hist sko)  horfir á meðan að hundsófétið læsir kjálkunum í nýpússuð glansstígvélin og huxar eflaust afhverju hann ætti ekki fóthærri hund til að hægt væri að hafa gaman af þessu í alvöruni.

Fálkaorðuna fyrir þessa lágvöxnu hetju sem gerði það sem okkur hefur öllum langað til að gera og bíta gullkögurskreytt einkenni hinnar (áður) kúgandi krúnu.


mbl.is Langhundur læsti tönnum í lífvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvarandi spurning #4

Ef ég sit með annan fótinn í klakabaði og hinn í sjóðandi vatni, er þá hægt að segja að ég hafi það bara að meðaltali nokkuð gott??

Ósvarandi spurning #3

Steinkulla... Sænskt ölkelduvatn með náttúrulegri kolsýru sem rennur úr fjöllunum í norður-Svíþjóð eftir að hafa sígjast gegnum bergið í hundruð ára til að vera tappað á flösku sem færir okkur tærann ferskleika norðursins.

Þetta stendur á sótavatninu sem við drekkum niðrí vinnu, rétt fyrir ofan "minst holdbar til" dagsetninguna. Hvernig í fúkafnykugum fjandanum getur vatn sem hefur legið oní fjallí, í Svíþjóð af öllum stöðum, í hundrað ár runnið út eftir 5 mánuði.


Ópiumgreni 7, ris

Eftir að hafa verið verið hafnað af dönskum leigusölum 125 sinnum(án gríns) síðustu mánuði hefur mér loksins tekist að fá íbúð. 73fm, 2 herbergja ris-íbúð mjög hugguleg en með þröngum og bröttum stiga við inngangin (soldið törnoff). Er á miðri djöflaeyjuni(Amager) í mjög rólegu og grónu einbýlishúsa hverfi rétt við Amagerbrogade, er ca.12 mín á Mustangnum í vinnuna. Leigusalinn á allan stigaganginn og hefur gert allt upp allt mjög vel og virkar hjálplegur, er þar að auki á mínum aldri og var í viðskiptaskólanum í CPH með e-m sífullum hassspúandi íslendingum og ákvað því að tala við  íslendinginn sem sótti um því þeir eru jú alltaf svo hressir. Prísinn er góður miðað við Cph og adressan er skemmtileg... Valmúgavegur 7.

Ok.. Ekki danskur enn.

Málinu var lent, ég var með hjólið, loksins yrði ég eins og alvöru dani. Hjólið sem ég stal að beiðni yfir-og samstarfsmanna minn á Nómu, hafði hangið lengi þarna fyrir utan og vantaði í raun bara nýjar slöngur í dekkin. Ég gekk með það undir hendini eftir Strangötu og horfði yfir Krisjánshöfn sofa í frískandi þokuni, þegar ég fór nú að virða minn nýfengna dýrgrip fyrir mér, jú keðjan var þreytt og það þarfnaðist sennilega smurningar en ekkert ryðgað, gírarnir virkuðu og lásinn... já hann virkar líka.

FOKK!!! Eins og mesti kjáni í heimi horfði ég á  þennan ramma boltalás sem er er frægur fyrir að vera ósigrandi og huxaði hvað gera skildi.

Ég sá að ég yrði ekki danskur í þessari tilraun og það rifjaðist upp fyrir mér að ég er Íslendingur sem ósjaldan hefur komið sér í klandur með fikti. Og ég gerði það sem Íslendingar gera; skildi þennan harðlæsta hjólgarm eftir á næsta horni og fór daginn eftir og keypti mér hjól á vísakortið í Kvickly(sem BTW er mesta rangnefni á búð sem ég hef heyrt).

Ný svíf ég eins og vindurinn niður Amagerbrogade á ódýrasta ónotaða hjóli sem maður fær í Köben, svartur Mustang, svo það má segja að einn gamall draumur hafi ræst Wink


Ósvarandi spurning #2

-Ef að öll skip, bátar og þess háttar yrði tekið upp úr sjónum á sama tíma, myndi yfirborð sjáfar lækka?

Verðug pæling nú á síðustu og verstu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband