Marklaus pæling #6

Ég get fullyrt það að ég er hógværasti maður í heimi.

Af nóbelsverðlaunum og skipulagðri brjóstagjöf á almannafæri

Fylgist spenntur með fréttum af hruni frjálsa markaðarins og sat límdur við tölvuskjáinn að sjá og heyra útvarpsstjóra flytja dómsdagsfréttir af yfirvofandi efnahaxþvingunum Breta, gjaldþroti þjóðarinnar, hádeigisóeirðum á Arnarhóli og lítilli dómsdax hugvekju Biskups. 

Öllu er þessu raðað saman í hefðbundinn "vondu fréttirnar fyrst" pakka, svo kemur venjulega eitthvað sætt og gott í endann svo þjóðin fyrirfari sér ekki strax eftir veðurfréttir. Svona eru allir fréttatímar byggðir upp því ekkert virðist vera fréttir nema þær séu slæmar og svo er endað á leikskólabörnum að heimsækja Húsdýragarðinn eða einhverju álíka takkí. Það er venjulega merki þess að maður ætti að skipta um rás sem allra fyrst enda ekker meir af viti í fréttunum það kvöldið.

 En etthvað hafa fréttastjórnendur Ríkissjónvarpsins verið með samviskubit eftir að hafa látið allt þetta krepputal dynja yfir þjóðina á tæpu korteri og skelltu inn frétt um alþjóðabrjóstagjafarvikuna sem er víst nú að líða(trúi ekki að hún hafi gleymst!!). Ókei voða gaman, en átti þessi frétt heima á UNDAN frétt þess efnis hver hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Að fyrrv. forseti norrænnar þjóðar skuli hljóta einhver virðingarfylltu verðlaun sem nokkrum manni getur hlotnast þótti minna merkilegt en tilgangslaust innslag þar sem nýbakaðar, bólugrafnar dreifbýlismæður hittust á bókasafninu á Akureyri og gáfu brjóst. 


Danska fyrir lengra komna..

Það er ekki hægt að segja að danska sé fallegt tungumál. En hún getur verið fjandi skemmtileg og skildleikinn við íslenskunna er kannski meiri en margann grunar.

Hér eru nokkur stykkorð:

Melludólgur=Alfons...óhepplegt nafn til að bera í DK
Frauðplastkassi=Flamíngókassi...hvaðan í ósköpunum kemur þessi tenging?!?
Risi=kempa...Bjarni Fel kom þessu inní íslenskuna
Sótavatn=Dansk vandt... já líka S.pellegrino
Límmiði=Klísturmerki... mitt uppáhalds
Edrú=Edrú... vissi ekki að danir ættu orð yfir það
Sítt að aftan=Bundersliga klipping... hehehe
Sjúkraflutningarmenn=reddarar...soldil einföldun
Grifflur=lúffur...bara ruglingslegt

Er þá mín danska upptalin, enda er ég búnað sækja dönskunámskeið í 2 vikur kínverjum og rússum og er langbestur sko....þó að vildi óska að ég hefði samt tekið eftir í dönsku í barnaskóla.

 


Smekkvísin er öll!!!!

Þessi frétt er fyllilega til sönnunar þess að smekkvísi, hvort heldur á kvikmyndir eða tónlist(ef þið munið hvað það er) er dauð.... Að þessi fallega landslagsklámmynd Baltasars Kormáks, sem er gerð eftir stórgóðri sjoppubók Arnaldar Indriða skuli lúta í jörð fyrir þessu ómerkilega rusli er hneygslun.

Það  að láta Pierce Brosnan gaula ofurþreytt ofurpopplög í bland við margofnotaða ástar-þríhyrnings vælu er ekki ósvipað og að sjá Sean Connery í hommaklámmynd eða Timothy Dalton í Will og grace. Bond leikara á annað hvort að skjóta eftir að þeirra bondverki er lokið eða að setja á safn, persónulega er ég hrifnari að fyrrnefndu mér finnst það Bondlegra. Annars gæti einhver svía-elskandi hollyvood framleiðandinn með tónlistarsmekk á við heróinmellu fengið viðlíka hugmynd í framtíðinni ef ekki verri, og er það ekki óhugsandi miðað við viðtökur mömmu hennar Míu. Tökum dæmi:

Cuba Gooding jr. túlkar stórvirki tónmeistarans Will Smith, Nick Nolte syngur og leikur Robbie fokking Wiliams, Johnny Depp ferðast með okkur gegnum stórvirki Emminemmss og að lokum ein góð; Steve Buchemi flytur Megas í heild sinni(það myndi ég vilja sjá).

Smekkvísin hefur verið jarðsett í kyrrþey að ósk hinnar látnu, þeim sem vilja mynnast hennar er bent á eitthvað allt annað en Bylgjuna og FM957


mbl.is Mamma Mia! sló met Mýrarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir

Hef loksins sett inn einhverjar myndir á nýstofnaða Fotki síðu, eina mappan sem er það núna er úr dax-ferð okkar til Helsingör að skoða Krónborgarkastalla. Þar sem við vorum frædd um uppruna danska fánans, meintan ritstuld Sjeik-spírs á 1000 ára gömlum munnmælasögum um prinsinn Amlett sem hann kopí/peistaði svo á Krónborgarkastalla, að aðmíráll Nelson var terroristi og svíar vondir.    Flest er þetta nú almenn og heilbrigð vitneskja nema kannski með danska fánann, vissu þið að þetta er elsti þjóðfáni í heimi, í samfeldri notkun, en hann féll af himnum ofan í fangið á Valdemari sigursæla þegar her hans var að berja á svíum í Eistlandi (þetta eru allt svíar) 1219... 

En myndirnar eru í tenglalistanum á síðunni...bíðið spennt eftir fleiri myndum.

 


Rafmagnsnotkun á heimillum: Taktu úr sambandi!


 

 Mig langar til að tala um rafmagns notkun á heimillum, en hún hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og á það sér mjög auðskýranlegar ástæður. Rafmagnstækjum hefur fjölgað mikið; Dvd, heimabío, vínkælar og cappuchinovélar eru litlir minnisvarðar um góðærið og standa á mörgum heimillum. Sem og allar litlu græjunar, digital myndavélar, Mp3 spilarar, farsímar, sjónvarpsflakkar, fartölvur, gps og lófatölvur.

Flest þessara tækja voru ekki komin inn á heimilin í þessu mæli fyrir 15-20 árum og kallar þessi aukna orkunotkun á auknar virkjanaframkvæmdir sem annars gætu verið óþarfar. Þó raforka íslendinga sé vistvæn að miklu leiti og við komumst hjá því að nota kol,olíu eða kjarnorku til raforkuframleiðslu ber okkur umhverfisleg skylda að bruðla ekki með rafmagnið. Hér á eftir fylgja nokkur holl og góðráð um hvernig sé hægt að draga úr raforkunotkun og jafnvel lækka reikninginn örlítið.

 

 

 

-Litlu græjurnar sem ég taldi upp að ofan notast öll eða flest við hleðslutæki með straumbreyti en þessi litlu tæki eru dulbúnir orkuþjófar og taka straum, þó þau séu ekki í notkun, séu þau skilin eftir í sambandi eftir að mót-tækið hefur verið hlaðið. Mörg tækin er orkufrek og verður að viðurkennast að til eru allavegana 3-4 slík hleðlutæki á hverju heimilli og safnast þegar saman kemur, taktu því úr sambandi eftir notkun eða notaðu fjöltengi með rofa.

 

-Ísskápurinn þinn þarf einungis að vera í um 5°c og lækkiru hitann um 1-2°c er pressan stöðugt að vinna til að viðhalda kælinguni notar þar af leiðandi mikið meira rafmagn. Ef þú hafa bjórinn kaldari settu hann þá í klakabað.

 

-Eldavélin er mikil orkufrekja og er mjög óhagkvæmt að nota ofninn til að hita sér ostasamloku eða annað smálegt.

 

-Eldaðu með lok á pottinum þegar það á við það notar 3 sinnum minni orku og gættu þess að botninn á pottinum sé sléttur og hann nemi allur við helluna, eldri pottar eru margir ójafnir og nýta þeir ekki allann varmann sem hellan leiðir í þá

.

-Þvottavél og þurkari nota mikið rafmagn og er því hollráð að hengja þvott út sé þess  kostur, þvo bara fullar vélar og hreinsa allar síur reglulega. Lítið óhreinan þvott  er hægt að þvo með köldu vatni, þvottaefnið virkar jafnvel og útkoman er hreinn þvottur fyrir brot orkunnar.

 

-Sparperur eru dýrari en hefðbundnar perur en þær endast 8 sinnum lengur og nota 4

sinnum minni orku. Einnig eru halogenlampar miklir orkuþjófar og nota mikinn straum þegar þeir eru ekki í notkun. taktu því úr sambandi eftir notkun eða notaðu fjöltengi með rofa.

 

 

-Einfalt er að reikna út rafmagnsnotkun tækja; td notar tölvan sem þessi grein er skrifuð á 19volt og 3.24amper,  formúlan er einföld  volt x amper= orkaW 19volt x 3.24amper =61.5 Watt

 

 Umhugsunarvert......


Ósvarandi spurning #8

Hvar væri þetta blogg statt án ósvarandi spurninga.

Marklaus pæling #5

Afhverju get ég ekki munað hvernig "Minni" (no.) er stafað.

Marklaus pæling #4

Ef einhver myndi viðurkenna fyrir mér að hann væri lygasjúklingur, þá myndi ég ekkert trúa honum.

Jónas í Atlavík ´83

Þegar maður býr í kaupmannahöfn, drekkur bjór og býr við það að þurfa að klaungrast (er það stafað svona??!!??) upp jafn þröngann og brattann stiga til að komast inn til mín og ég (má eiginlega kallast lóðrétt bíslag) þá verða manni örlög Jónasar Hallgrímssonar oft hugleikin.

Þegar ég var að Gúggla Jónas Hallgrímsson fann ég á Jónasarvef Mjólkursamölunnar þetta snildarljóð, eða klámvísu öllu heldur, eftir Hallgrím Helgason, sem fengi kynferðisafbrotahvatningarmennina í Baggalút til að roðna eins fermingardrengi hjá vændiskonu.

Atlavík '83


Nóttin blá var og blaut
en blíða hennar sú laut
sem ég kaldur til þurrðar mér þráði.
Var hún skyld mér? Af Skeiðum?
Í skyldu með mér á Eiðum?
Kom hún undir í Atlavík?
Að mínum dansi hún dróst
svo dingla fann ég þau brjóst
er síðan í hávaðann hurfu.

Og hún kyssti hann
og kyssti annan mann.
Ég sá hana bíta’ í þá báða.
Og hún gisti hann
og gisti annan mann.
En ég fann ekki fót minna ráða.


Þar stóðu menn í stuði
og stálu senu frá guði
þegar droparnir drýgðu mitt vín,
Og mig önnur fann
sem átti of fullan mann
en dó svo í daðrinu miðju.
Loft var Legi blandið,
lillablátt úr mér hlandið,
og stífnandi stög um minn hæl.

En hún kyssti hann
og kyssti annan mann.
Gildir hér grænlenskur kvóti?
Og hún gisti hann
og gisti annan mann.
En mér flaut ekki kelling á Fljóti.


Er ég í týndu tjaldi
tóma pokann valdi
runnu þar lækir um lás.
Um miðjan mánudag
ég mundi ekkert það lag
sem helgarsporunum spillti.
Og það veit kaldur Kári
að kem ég ekki að ári
til að ergja minn Lagarfljóts-orm.

En samt, hún kyssti hann
Og kyssti annan mann.
Sá fyrri var loðinn í framan.
Og hún gisti hann
og gisti annan mann.
Nú eiga þeir afkvæmið saman.

Hallgrímur Helgason

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband