Það svalasta sem ég hef séð

Rakst á þetta á Discovery channel um daginn, sennilega það svalasta sem ég hef séð.

Nú nálgast jólin og þið sem vitið ekki hvað á að gefa mér, hint hint.


James Bond- Quantum of solace

Ef allir karlmenn á aldrinum 6-65ára yrðu spurðir hvað þeir vildu verða ef þeir fengju eina ósk myndi 90% segja James Bond. Ég passa í þennan hóp og var mættur með hinum kjánunum í bío með stóra tilboðið úr sjoppunni undir hendinni víraður af spenningi yfir að fara að sjá Bond lúskra með elegans á alþjóða-kapitalískum hryðjuverkamönnum(og ekki er vanþöf á). Ég vissi því miður ekki að myndin var hálfgert framhald af Casino Royale sem ég sá fyrir 2 árum og var mér því ekki í fersku minni og kæró hafði eikki einusinni séð hana. Þó mér fynnist gaman af Bond þá er plottið úr þeim ekki sterkasta hliðin og þykir mér þessi tilraun til að dýpka handritið hafa mistekist.

Daniel Craig finnst mér flottur Bond, eftir að ég sá síðustu mynd fannst mér hann vera betri en Brosnan og hreinlega koma fast á eftir Connery. Hinsvegar sýnist mér Bond arfleiðin soldið vera að koma í bakið á sjálfri sér, síðastliðin 45ár hafa þessar myndir verið fyrirmynd annara spennumynda í áhættuleik og hasaratriðum og er það krafa James Bond áskrifenda að næsta mynd verði hraðari, brjálaðri og hættulegri en sú fyrri. Og þessi mynd er ekkert nema hraðinn út í gegn, drápin og eltingarleikirnir hafa hafa því miður misst sjarmann sem alltaf var yfir James Bond, mér fannst ég stundum vera að horfa á Vin Dísel eða einhvern viðlíka fant.

Ekki skal ég taka það af myndinni að áhættuatriðin eru ansi flott og myndatakan sömuleiðis. En þá er það upptalið og eina eftirminnilega við myndina eru vonbrigðin sem varð fyrir.

40%


Ósvarandi spurning#11

Ef maður tekur frí, hvert á maður að setja það?

The Roots

The Roots er fornfræg hiphop sveit sem var stofnuð í Fíladelfíu 1987 og getur því hæglega kallast goðsagnakennd í sínum geira. Ólíkt nútíma hiphopi, sem virðist í dag snúast um að dýra bíla, koníak, gullkeðjur og annan lúxusvarning, flagga svo öllu þessu skreyttu demöntum í klámmyndunum sem eru framleiddar fyrir MTV, eru The Roots um eitthvað allt annað.

 Electrónist hljómborð, tveir slagverksleikarar, MC, gítarleikari, bassaleikari og túbuleikari settu saman einhvern magnaðasta hiphop, sálar og jazzbræðing sem ég hef upplifað. Spilagleðin og krafturinn skiluðu sér vel til áhorfenda, augljóslega menn með 20ára reynslu hér á ferð. Prógrammið var í raun tvískipt, fyrst lék sveitin lög af plötum sínum stanslaust í 50mín og eftir slagverkssólo lék sveitin af fingrum fram þar sem hver hljóðfæraleikari fékk að njóta sín og átti gítarleikarinn stórleik með blússkotnum sólóum, röddun á háu tónunum og gömlum rokkslögurum eins og sweet child of mine og Immigrant song. En túbuleikarinn sem bar eitthvert stærsta blásturshjóðfæri sem ég hef séð bókstaflega átti kvöldið, grindhoraður hoppandi um með ferlíkið á öxlunum og dansandi þess á milli sem hann lagði skepnuna frá sér.

Að öllu leiti frábær skemmtun þó það sé soldið mikið fyrir gamla kalla eins og mig að standa svona heila kvöldstund og nenni ekki að dansa á sunnudaxkvöldum.

90%

(ætla mér að reyna að setja reglulega upp gagnrýni á bloggið um mat, tónlist, bíomyndir og hvaðeina sem ég þykist hafa vit og skoðun á)


Palmolive sturtusápa með ólifumjólk.

 Nú er ég ágætlega að mér í hráefnisfræði og nokkuð vel að mér í almennri náttúrufræði. Ólífur þykja mér lostæti og ólífuolía sömuleiðis. Ég hef lesið mér til um ólifurækt og horft sömuleiðis á heimildarþætti um þennan meinholla miðjarðarhafs ávöxt.

 Aldrei hef ég þó séð ólifu mjólkaða né þá heldur nokkurt annað sem vex á trjám. Og ætli að mjólkin sé svo vond að það eina sem hægt sé að gera við afurðina sé að troða henni í sápubrúsa og selja til auðtrúa snyrtipinna. Ætti þessi lúxusafurð ekki að vera stútfull af E-vítamíni og járni eins og "kýrin"?

Eitt enn, hvað er gert við gamlar mjólkandi ólífur? Eru þær hakkaðar í ódýrt Hagkaups tapenade? 


Nóma á suðupunkti

http://www.dr.dk/odp/player.aspx?mt=frontpagetab&st=frontpageTab_0&fUrl=undefined&sUrl=undefined
kóperið tengilinn og farið í "Programmer"(á ísl. dagskrárliðir)veljið DR1 Dokumenter og kíkið á Noma paa kogepunkt... þessi mynd var sýnd í vikunni sem leið og vakti gríðalega athygli í fjölmiðlum og töluverðar umræður(glöggir geta séð Ritstjórn í bakgrunni). Og danir eru mjög sjokkeraðir yfir framkomu sjéffans í myndinni. þeir sem hafa tekið stagé í Frakklandi, Englandi osfrv. þekkja það sennilega verra. sjálfur bjóst ég við miklu meiri látum af eftir eigin upplyfun en dæmi hver fyrir sig.

Myndin er að miklu leiti á dönsku, sem við kunnum víst öll, en innanhús samskipti á nóma fara fram á ensku svo innihaldið skilar sér til flestra..njótið vel

 


Ósvarandi spurning #10

Hvar eru allar Candyfloss vélarnar geymdar þegar það er ekki 17.júni og afhverju er enginn að nota þær?

Pet peeves

Enska orðið pet peeves er notað um litla hluti sem við leyfum að fara pínulítið í taugarnar  á okkur. Smjatt, unglingar í strætó, reykingar og fólk sem gefur ekki stefnuljós fyrr enn það er hálfnað með fokking beyjuna. Allt eru þetta dæmi um það sem ég vill framvegis kalla á íslensku "Örergjur". E-ð sem ergir mann örlítið Wink

 


Ósvarandi spurning #9

Hvað er andheitið við orðið "andstæða"?

"What is happening to your country?"

Hérna í Köben fer maður ekki varhluta af "finans krisen" á Íslandi. fólk spyr mann, varlega þó, um hvað hafi gerst, afhverju, hvernig og hvort að Magasin du Nord verði selt aftur til "danskene". Það stuðar þá nefnilega ótrúlega mikið að það séu Íslendinga sem eigi þessa verlsunarmiðstöð sem selur einvörðungu amrísk-og önnur útlensk vörumerki. Ég passa mig á að svara fáu. fólk kann illa að meta ef maður segir um sína eigin þjóð að hún sé gráðug og fái lánað meira en hún getur borgað til að geta haft það flott. Stórir bílar og annar óþarfi hefur verið það sem útlendingar reka augun í þegar þeir ferðast um ísland. Með öðrum orðum; flottræfils háttur.
Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað betri eða flottari en hinir bara afþví að bankinn vildi lána þér fyrir öðrum vélsleða.

Að láta mig hafa peninga hefur í gegnum tíðina verið svipað og að hella uppá kaffi í pastasigti, það bara hverfur allt. En það að fara til útlanda og vinna "stagé"  (þ.e. frítt fyrir reynslu) í mánuð kenndi manni soldið að meta peninga og nota þá í réttar vitleysur, innst inni held ég að þjóðin hafi gott af þessu. Við vorum orðin fordekruð feitabollu börn sem héldum að kapítalískir bankar reknir á lánum myndu hjalpa okkur að eignast flatskjái og díseltrukka. Ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það svoleiðis. Hættið að leita sökudólga þegar við erum það öll.

Eftirfarandi eru nokkrar einfaldar og sangjarnar lausnir á sjálfskaparvítinu:

-Þjóðnýtið kvótann, fiskinn fyrir fólkið

-Gerið skaðabótakröfu á eigendur bankanna, þetta má ekki enda í kennitöluflakki.

-Gleymið IMF þeir eru jafnvel verri og Rússarnir

-Sækið um lán frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku(skilum Magasin í staðinn til að milda)

-Rekið alla Seðlabankastjóranna og ráðum inn fagfólk, ekki úrsérgengna pólitíkusa.

-Ekki drekkja landinu í stóriðju, allar stórverksmiðjur eru í eign erlendra stórfyrirtækja og skila engu í þjóðarbúið nema 2-300 staðbundnum verkamannstörfum.

-Ekki drepa ísbirni, það er greinilega vont karma.

-Ekki gleyma ykkur í hreppapólitíkinni sem hefur verið að gegndrepa allt í stjórnkerfi íslands síðan 1944, ekki splitta stjórninni fyrir skjótfengið valdasæti(munið borgarstjórnar ruglið sl.ár)

- O í gvuuuðanna bænum ekki eyða peningum sem þið eigið ekki í hluti sem eru ekki til, td. hlutabréf í bönkum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband