Er nýkominn úr skemmtillegu örferðalagi um Jótland. Skaust milli vakta að hitta kæró og tengdó í þar sem þær létu fara vel um sig í bústað skammt frá bænum Tarm ( já það þýðir görn). Tók svo lestina um kvöldið frá Vejle, sem er eini smábærinn sem getur státað af H&M búð og fjósalykt sem ég hef komið í.
Þegar maður tekur lestina hér í Danmörku getur maður borgað 30kall fyrir að taka frá fyrir sig sæti og ofvaxna, nærsýna barnið sem ég er gerði það af sjálfsögðu til að geta fengið gluggasæti. En þegar ég kem í lestina og finn sæti 76 sé ég að í sætinu við ganginn situr kona um fimmtugt og les bók, ég bið hana kurtreislega hvort hún geti fært sig þar sem ég eigi bókað sætið við hliðina á henni. Hún horfir á mig og segir ekkert, heldur leggur frá sér bókina og löturhægt klöngrast hálfpartinn á fætur með herkjum svo ég naumlega gat troðið mér í mitt sæti. Huxaði með mér hvaða stælar þetta væru, eins og það væri verið að draga tennurnar úr kellingunni, hún ætti alveg að geta hleypt mér í sætið sem ég var búinn að borga fyrir. velti fyrir mér meðan lestin brunaði inní myrkrið hvort hún væri full eða bara tík, pantaði mér bjór og hækkaði í Ipodinum. Tveim stoppum síðar í Óðinsvéum kemur lestarvörðurinn askvaðandi til hennar, lítur á sæta númerið og segir " já, það varst þú ekki satt" snýr sér því næst við og kemur með hjólastólinn hennar og hjálpar henni í hann.
Fann sjálfann mig skreppa saman að innan þegar miðameistarinn keyrði hana eftir ganginum og meiraðsegja Ipod Shuffle refsaði mér með að setja Instant Karma á með Lennon
Tenglar
Veitingastaðir
- Grillið á Sögu Gamla heimillið mitt
- Noma í CPH
- ThePaul í Tivoli
- Michelin í Danmörku
- Bo Bech Stórvinur Grillsins
- Den lille fede
- Prémisse
Kokkadót
- Kokkamyndbönd Kokkaþættir og allskonar vídjó
- Starchefs Allt sem er hipp og kúl
- Meistaramatur á Mbl
- Myndir Bjarna a Grillinu
Bloggarar
Sniðugar síður
- Ljósmyndakeppni.is Fín síða fyrir fótónörda
- vald.org Upplýsandi greinasafn.
- Information liberation The news you're not supposed to know...
- Grænjaxinn Veftímarit um umhverfismál og grænan lífsstíl
- Andspyrna Síðasti anarkistinn á Íslandi
Myndir
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.