James Bond- Quantum of solace

Ef allir karlmenn á aldrinum 6-65ára yrðu spurðir hvað þeir vildu verða ef þeir fengju eina ósk myndi 90% segja James Bond. Ég passa í þennan hóp og var mættur með hinum kjánunum í bío með stóra tilboðið úr sjoppunni undir hendinni víraður af spenningi yfir að fara að sjá Bond lúskra með elegans á alþjóða-kapitalískum hryðjuverkamönnum(og ekki er vanþöf á). Ég vissi því miður ekki að myndin var hálfgert framhald af Casino Royale sem ég sá fyrir 2 árum og var mér því ekki í fersku minni og kæró hafði eikki einusinni séð hana. Þó mér fynnist gaman af Bond þá er plottið úr þeim ekki sterkasta hliðin og þykir mér þessi tilraun til að dýpka handritið hafa mistekist.

Daniel Craig finnst mér flottur Bond, eftir að ég sá síðustu mynd fannst mér hann vera betri en Brosnan og hreinlega koma fast á eftir Connery. Hinsvegar sýnist mér Bond arfleiðin soldið vera að koma í bakið á sjálfri sér, síðastliðin 45ár hafa þessar myndir verið fyrirmynd annara spennumynda í áhættuleik og hasaratriðum og er það krafa James Bond áskrifenda að næsta mynd verði hraðari, brjálaðri og hættulegri en sú fyrri. Og þessi mynd er ekkert nema hraðinn út í gegn, drápin og eltingarleikirnir hafa hafa því miður misst sjarmann sem alltaf var yfir James Bond, mér fannst ég stundum vera að horfa á Vin Dísel eða einhvern viðlíka fant.

Ekki skal ég taka það af myndinni að áhættuatriðin eru ansi flott og myndatakan sömuleiðis. En þá er það upptalið og eina eftirminnilega við myndina eru vonbrigðin sem varð fyrir.

40%


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.