Hérna í Köben fer maður ekki varhluta af "finans krisen" á Íslandi. fólk spyr mann, varlega þó, um hvað hafi gerst, afhverju, hvernig og hvort að Magasin du Nord verði selt aftur til "danskene". Það stuðar þá nefnilega ótrúlega mikið að það séu Íslendinga sem eigi þessa verlsunarmiðstöð sem selur einvörðungu amrísk-og önnur útlensk vörumerki. Ég passa mig á að svara fáu. fólk kann illa að meta ef maður segir um sína eigin þjóð að hún sé gráðug og fái lánað meira en hún getur borgað til að geta haft það flott. Stórir bílar og annar óþarfi hefur verið það sem útlendingar reka augun í þegar þeir ferðast um ísland. Með öðrum orðum; flottræfils háttur.
Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað betri eða flottari en hinir bara afþví að bankinn vildi lána þér fyrir öðrum vélsleða.
Að láta mig hafa peninga hefur í gegnum tíðina verið svipað og að hella uppá kaffi í pastasigti, það bara hverfur allt. En það að fara til útlanda og vinna "stagé" (þ.e. frítt fyrir reynslu) í mánuð kenndi manni soldið að meta peninga og nota þá í réttar vitleysur, innst inni held ég að þjóðin hafi gott af þessu. Við vorum orðin fordekruð feitabollu börn sem héldum að kapítalískir bankar reknir á lánum myndu hjalpa okkur að eignast flatskjái og díseltrukka. Ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það svoleiðis. Hættið að leita sökudólga þegar við erum það öll.
Eftirfarandi eru nokkrar einfaldar og sangjarnar lausnir á sjálfskaparvítinu:
-Þjóðnýtið kvótann, fiskinn fyrir fólkið
-Gerið skaðabótakröfu á eigendur bankanna, þetta má ekki enda í kennitöluflakki.
-Gleymið IMF þeir eru jafnvel verri og Rússarnir
-Sækið um lán frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku(skilum Magasin í staðinn til að milda)
-Rekið alla Seðlabankastjóranna og ráðum inn fagfólk, ekki úrsérgengna pólitíkusa.
-Ekki drekkja landinu í stóriðju, allar stórverksmiðjur eru í eign erlendra stórfyrirtækja og skila engu í þjóðarbúið nema 2-300 staðbundnum verkamannstörfum.
-Ekki drepa ísbirni, það er greinilega vont karma.
-Ekki gleyma ykkur í hreppapólitíkinni sem hefur verið að gegndrepa allt í stjórnkerfi íslands síðan 1944, ekki splitta stjórninni fyrir skjótfengið valdasæti(munið borgarstjórnar ruglið sl.ár)
- O í gvuuuðanna bænum ekki eyða peningum sem þið eigið ekki í hluti sem eru ekki til, td. hlutabréf í bönkum.
Flokkur: Bloggar | 24.10.2008 | 23:47 (breytt kl. 23:51) | Facebook
Tenglar
Veitingastaðir
- Grillið á Sögu Gamla heimillið mitt
- Noma í CPH
- ThePaul í Tivoli
- Michelin í Danmörku
- Bo Bech Stórvinur Grillsins
- Den lille fede
- Prémisse
Kokkadót
- Kokkamyndbönd Kokkaþættir og allskonar vídjó
- Starchefs Allt sem er hipp og kúl
- Meistaramatur á Mbl
- Myndir Bjarna a Grillinu
Bloggarar
Sniðugar síður
- Ljósmyndakeppni.is Fín síða fyrir fótónörda
- vald.org Upplýsandi greinasafn.
- Information liberation The news you're not supposed to know...
- Grænjaxinn Veftímarit um umhverfismál og grænan lífsstíl
- Andspyrna Síðasti anarkistinn á Íslandi
Myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... takk fyrir góð ráð... of seint þetta með IMF... lánið er komið, svona næstum því... öll hin ráðin eru fín... sérstaklega þetta með ísbirnina...
Brattur, 25.10.2008 kl. 00:01
Flottar ráðleggingar, á ekki eftir að samþykkja IMF lántökuna á Alþingi. Það verður bara þyngra en tárum taki fyrir Íslendinga að skila Magasin, þannig að sennilega verður IMF ofan á.
Magnús Sigurðsson, 25.10.2008 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.