Fylgist spenntur með fréttum af hruni frjálsa markaðarins og sat límdur við tölvuskjáinn að sjá og heyra útvarpsstjóra flytja dómsdagsfréttir af yfirvofandi efnahaxþvingunum Breta, gjaldþroti þjóðarinnar, hádeigisóeirðum á Arnarhóli og lítilli dómsdax hugvekju Biskups.
Öllu er þessu raðað saman í hefðbundinn "vondu fréttirnar fyrst" pakka, svo kemur venjulega eitthvað sætt og gott í endann svo þjóðin fyrirfari sér ekki strax eftir veðurfréttir. Svona eru allir fréttatímar byggðir upp því ekkert virðist vera fréttir nema þær séu slæmar og svo er endað á leikskólabörnum að heimsækja Húsdýragarðinn eða einhverju álíka takkí. Það er venjulega merki þess að maður ætti að skipta um rás sem allra fyrst enda ekker meir af viti í fréttunum það kvöldið.
En etthvað hafa fréttastjórnendur Ríkissjónvarpsins verið með samviskubit eftir að hafa látið allt þetta krepputal dynja yfir þjóðina á tæpu korteri og skelltu inn frétt um alþjóðabrjóstagjafarvikuna sem er víst nú að líða(trúi ekki að hún hafi gleymst!!). Ókei voða gaman, en átti þessi frétt heima á UNDAN frétt þess efnis hver hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Að fyrrv. forseti norrænnar þjóðar skuli hljóta einhver virðingarfylltu verðlaun sem nokkrum manni getur hlotnast þótti minna merkilegt en tilgangslaust innslag þar sem nýbakaðar, bólugrafnar dreifbýlismæður hittust á bókasafninu á Akureyri og gáfu brjóst.
Tenglar
Veitingastaðir
- Grillið á Sögu Gamla heimillið mitt
- Noma í CPH
- ThePaul í Tivoli
- Michelin í Danmörku
- Bo Bech Stórvinur Grillsins
- Den lille fede
- Prémisse
Kokkadót
- Kokkamyndbönd Kokkaþættir og allskonar vídjó
- Starchefs Allt sem er hipp og kúl
- Meistaramatur á Mbl
- Myndir Bjarna a Grillinu
Bloggarar
Sniðugar síður
- Ljósmyndakeppni.is Fín síða fyrir fótónörda
- vald.org Upplýsandi greinasafn.
- Information liberation The news you're not supposed to know...
- Grænjaxinn Veftímarit um umhverfismál og grænan lífsstíl
- Andspyrna Síðasti anarkistinn á Íslandi
Myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko frétt um brjóstagjöf hefði átt að vera fyrsta fréttin þar sem að þetta er eitt af undirstöðunum í lífinu og hefur verið frá örófi alda og verður meðan að mannkynið klára að "skemma" þessa jörð. Ríkir kallar að fara hausinn og pjátur eins og nóbelsverðlaunin eru það ekki.
Birgir Eiríksson, 13.10.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.