Danska fyrir lengra komna..

Það er ekki hægt að segja að danska sé fallegt tungumál. En hún getur verið fjandi skemmtileg og skildleikinn við íslenskunna er kannski meiri en margann grunar.

Hér eru nokkur stykkorð:

Melludólgur=Alfons...óhepplegt nafn til að bera í DK
Frauðplastkassi=Flamíngókassi...hvaðan í ósköpunum kemur þessi tenging?!?
Risi=kempa...Bjarni Fel kom þessu inní íslenskuna
Sótavatn=Dansk vandt... já líka S.pellegrino
Límmiði=Klísturmerki... mitt uppáhalds
Edrú=Edrú... vissi ekki að danir ættu orð yfir það
Sítt að aftan=Bundersliga klipping... hehehe
Sjúkraflutningarmenn=reddarar...soldil einföldun
Grifflur=lúffur...bara ruglingslegt

Er þá mín danska upptalin, enda er ég búnað sækja dönskunámskeið í 2 vikur kínverjum og rússum og er langbestur sko....þó að vildi óska að ég hefði samt tekið eftir í dönsku í barnaskóla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Danska í barnaskóla var sú allra leiðinlegasta námsgrein sem hægt var að finna upp á...fyrir utan eðlisfræði kannski...

Vona að kvefið sé batnað!

Kv Mágsa 

Jokka (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Birgir Eiríksson

hey ekki dissa eðlisfræði marr, á hennar hefðum við ekki hugmynd um hraða ljóssins, og vissum þar af leiðindi ekki hver "gamalt" sólarljósið væri sem við njótum hér svona 80 daga á ári.  Einnig hefðum við ekki hugmynd um að tilurð alheimsins hefði skapast í Miklahvelli og að alheimurinn væri í stöðugri útþenslu.  Ekki veit ég hvernig við ættum að "sörvæva" í þessum heimi án þessarar vitneskju, en hvað varðar dönskuna, þá segi ég nú bara No Comment ( nema eitt svona pínu, hún er heldur skárri en sænska)

Birgir Eiríksson, 13.10.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband