Rafmagnsnotkun á heimillum: Taktu úr sambandi!


 

 Mig langar til að tala um rafmagns notkun á heimillum, en hún hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og á það sér mjög auðskýranlegar ástæður. Rafmagnstækjum hefur fjölgað mikið; Dvd, heimabío, vínkælar og cappuchinovélar eru litlir minnisvarðar um góðærið og standa á mörgum heimillum. Sem og allar litlu græjunar, digital myndavélar, Mp3 spilarar, farsímar, sjónvarpsflakkar, fartölvur, gps og lófatölvur.

Flest þessara tækja voru ekki komin inn á heimilin í þessu mæli fyrir 15-20 árum og kallar þessi aukna orkunotkun á auknar virkjanaframkvæmdir sem annars gætu verið óþarfar. Þó raforka íslendinga sé vistvæn að miklu leiti og við komumst hjá því að nota kol,olíu eða kjarnorku til raforkuframleiðslu ber okkur umhverfisleg skylda að bruðla ekki með rafmagnið. Hér á eftir fylgja nokkur holl og góðráð um hvernig sé hægt að draga úr raforkunotkun og jafnvel lækka reikninginn örlítið.

 

 

 

-Litlu græjurnar sem ég taldi upp að ofan notast öll eða flest við hleðslutæki með straumbreyti en þessi litlu tæki eru dulbúnir orkuþjófar og taka straum, þó þau séu ekki í notkun, séu þau skilin eftir í sambandi eftir að mót-tækið hefur verið hlaðið. Mörg tækin er orkufrek og verður að viðurkennast að til eru allavegana 3-4 slík hleðlutæki á hverju heimilli og safnast þegar saman kemur, taktu því úr sambandi eftir notkun eða notaðu fjöltengi með rofa.

 

-Ísskápurinn þinn þarf einungis að vera í um 5°c og lækkiru hitann um 1-2°c er pressan stöðugt að vinna til að viðhalda kælinguni notar þar af leiðandi mikið meira rafmagn. Ef þú hafa bjórinn kaldari settu hann þá í klakabað.

 

-Eldavélin er mikil orkufrekja og er mjög óhagkvæmt að nota ofninn til að hita sér ostasamloku eða annað smálegt.

 

-Eldaðu með lok á pottinum þegar það á við það notar 3 sinnum minni orku og gættu þess að botninn á pottinum sé sléttur og hann nemi allur við helluna, eldri pottar eru margir ójafnir og nýta þeir ekki allann varmann sem hellan leiðir í þá

.

-Þvottavél og þurkari nota mikið rafmagn og er því hollráð að hengja þvott út sé þess  kostur, þvo bara fullar vélar og hreinsa allar síur reglulega. Lítið óhreinan þvott  er hægt að þvo með köldu vatni, þvottaefnið virkar jafnvel og útkoman er hreinn þvottur fyrir brot orkunnar.

 

-Sparperur eru dýrari en hefðbundnar perur en þær endast 8 sinnum lengur og nota 4

sinnum minni orku. Einnig eru halogenlampar miklir orkuþjófar og nota mikinn straum þegar þeir eru ekki í notkun. taktu því úr sambandi eftir notkun eða notaðu fjöltengi með rofa.

 

 

-Einfalt er að reikna út rafmagnsnotkun tækja; td notar tölvan sem þessi grein er skrifuð á 19volt og 3.24amper,  formúlan er einföld  volt x amper= orkaW 19volt x 3.24amper =61.5 Watt

 

 Umhugsunarvert......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Eiríksson

Ég heyrði einhvern tímann að svona "Stand By" notkun í bara USA væri um 70 TWh á ári, það er ca. jafnmikil orka og við getum framleitt með því að nýta alla vatnsaflsvirkjunarkosti á Íslandi.

Birgir Eiríksson, 16.9.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband