Tour de France a la danoise

nú stendur hjólreiðakeppnin fræga Tour de france yfir og danir fylgjast spenntir með, ég skil ekki, íþróttir verða að hafa bolta svo að ég skilji þær. Þetta er ekki bara einfalt kapphlaup um það hver kemur fyrst í mark, það eru lið og svo er keppt í hver er bestur í brekkunum og sá sem er fyrstur fær að vera í gulri treyju daginn eftir. Fúff liggur við að ég reyni frekar að læra baseball, þar er allavegana bolti.

Þarna er verið að reyna hættulega á mannslíkaman, það getur enginn hjólað svona mikið enda eru lyfjahneiksli árleg og hafa verið frá upphafi þegar menn skelltu í sig soldið af koniaki, ether og fínasta apótekaraspítti sem hægt var að fá á þeim tíma og stukku svo á hjólin. Sigurvegari keppninar 1998, Marco Pantani lést úr ofneyslu kókaíns 2004 og Tom Simpson sem fékk hjartastopp í miðri keppnini 1967 var með æðar og vasa troðna amfetamíni. Kannski má segja að keppnin sé farinn að snúast um hver geti sloppið í gegnum testin en það þýðir nottla að Lance Amstrong á nýrnavél heima hjá sér. En beisikklý eru þetta bara kafdópaðir gaura á hjólum.... ekki nema von að þetta sé svona vinsælt í Danmörku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband