Einn Faxe takk....

Den lille fede stendur í Boltens porti ásamt 3-4 skemmtistöðum, Topdollar, Nasa og Kulørbaren sem þar er stærstur og er í raun sameinaður Topdollar núna. Þar skemmta sér um 3-4000 manns á kvöldi og vart þarf að taka fram að áfengis pantarnirnar eru  í stærri kanntinum sem rúlla í gegnum portið okkar og til þeirra.

Ein þeirra vakti athygli mína, eða öllu heldur afhendingarmátin. Þegar við sátum og drukkum morgunkaffið okkar á föstudaginn kom pjakkur dragandi 4 tommu þykka slöngu á eftir sér og stökk með hana inn á Kulørbar( Ísl.Litaver) og ég hugsa; nei eru þeir að fara að skemma morgunstundina okkar með að fara að dæla úr ræsunum (þess þarf soldið oft í Køben). En svo var aldeilis ekki, heldur var þetta bjórsendingin fyrir helgina sem kom með stórum dælubílmerktum Faxe og fyllti á bjókerfið á Litaveri, minnti soldið á mjólkurbílinn í sveitini í gamladaga... bara fullur af bjór.

Þetta er það merkilegasta sem ég hef séð í útlöndum.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

simple minds...

Þóra (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 07:57

2 Smámynd: Birgir Eiríksson

hehe, þetta er ástæðan fyrir því að marr kaupir bjór í flösku

Birgir Eiríksson, 15.7.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.