Með þá vitneskju í huga sem ég hafði frá manni sem kallar sig Fabío um að Ama´r hverfið væri nú ekki allt það sem það væri séð var ég mjög var um mig. Hafði augun opin eftir mótorhjólaklíkum að selja vopn, aröbum að selja hass, konum að selja kynlíf og rússum að selja allt fyrrnefnt. Óstýrlat ungmenni sem kveikja í skólum og berja blaðburðardrengi til ólífis sáust hvergi, ekki heldur gljámálga vændiskonur eða kolsvartir kóksalar.
Hverfið var gróið og fallegt að sjá, húsið rauðmúrsteinótt raðhús á 4 hæðum og ég virti það fyrir mér meðan ég beið eftir leigusalanum Goran, sem er blessunarlega A-evrópskur eikkva... hélt að hann væri sænskur (sbr. Sven Goran Eriksson).
Við virtum fyrir okkur húsið og hann lýsti íbúðinni og ég var nú orðin sannfærður um að hér fyndust aungvir glæpa- eða ofbeldismenn. Ég rendi augunum yfir póskassanna til að sjá hvort ég þekkti einhvern í blokkinni og rak augun í nafn á 1. hæð en þar býr asísk fjölskylda og þar er efstur/efst á blaði einhver sem heitir því ógeðslega nafni; Rapeporn......
Vona að þetta sé óhepplegt nafn frekar en starfsheiti.
Tenglar
Veitingastaðir
- Grillið á Sögu Gamla heimillið mitt
- Noma í CPH
- ThePaul í Tivoli
- Michelin í Danmörku
- Bo Bech Stórvinur Grillsins
- Den lille fede
- Prémisse
Kokkadót
- Kokkamyndbönd Kokkaþættir og allskonar vídjó
- Starchefs Allt sem er hipp og kúl
- Meistaramatur á Mbl
- Myndir Bjarna a Grillinu
Bloggarar
Sniðugar síður
- Ljósmyndakeppni.is Fín síða fyrir fótónörda
- vald.org Upplýsandi greinasafn.
- Information liberation The news you're not supposed to know...
- Grænjaxinn Veftímarit um umhverfismál og grænan lífsstíl
- Andspyrna Síðasti anarkistinn á Íslandi
Myndir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha, fullt til af skemmtilegum nöfnum í þessum heimi t.d. nöfn á ítölskum fótboltaköppum ZambROTTA, Perrotta svo ekki sé minnst á þjálfarann DonaDoni
bix (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.