Ok.. Ekki danskur enn.

Málinu var lent, ég var með hjólið, loksins yrði ég eins og alvöru dani. Hjólið sem ég stal að beiðni yfir-og samstarfsmanna minn á Nómu, hafði hangið lengi þarna fyrir utan og vantaði í raun bara nýjar slöngur í dekkin. Ég gekk með það undir hendini eftir Strangötu og horfði yfir Krisjánshöfn sofa í frískandi þokuni, þegar ég fór nú að virða minn nýfengna dýrgrip fyrir mér, jú keðjan var þreytt og það þarfnaðist sennilega smurningar en ekkert ryðgað, gírarnir virkuðu og lásinn... já hann virkar líka.

FOKK!!! Eins og mesti kjáni í heimi horfði ég á  þennan ramma boltalás sem er er frægur fyrir að vera ósigrandi og huxaði hvað gera skildi.

Ég sá að ég yrði ekki danskur í þessari tilraun og það rifjaðist upp fyrir mér að ég er Íslendingur sem ósjaldan hefur komið sér í klandur með fikti. Og ég gerði það sem Íslendingar gera; skildi þennan harðlæsta hjólgarm eftir á næsta horni og fór daginn eftir og keypti mér hjól á vísakortið í Kvickly(sem BTW er mesta rangnefni á búð sem ég hef heyrt).

Ný svíf ég eins og vindurinn niður Amagerbrogade á ódýrasta ónotaða hjóli sem maður fær í Köben, svartur Mustang, svo það má segja að einn gamall draumur hafi ræst Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband