Umhverfisvæn endurvinnsla??

Á meðan að hver einasti dreifbýlingur heimtar að byggt verði álver í túnkantinum hjá sér, spennustöð, vatnsaflsvirkjun eða olíuhreinsistöð. Leiðir maður auðvitað hugann að hvað maður getur gert til að vera "umhverfisvænn".

Ég get t.d. haldið til haga öllum dagblöðum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Baugur troða inn til mín daglega (með stuttu en velþegnu hléi á stórhátíðardögum ), safnað til stórum búnka og keyra á tveggja lítra bensínvélinni minn að næstu grenndarstöð, þar sem grafarvogskar húsmæður með borgarjeppann í lausagangi raða og flokka pappír eftir gljástigi í kílóavís  til endurvinnslu. Fullur skammvinnar umhverfiskenndar geri ég mér fljótt grein fyrir því að ég hef aðeins eytt tíma, plássi og innanbæjarakstursbensíni í að sjá stórfyrirtækjum fyrir ódýru hráefni, sem sennilega er siglt með til Kína og það hakkað niðrí BigMac pakka með kolaorku.

Ég gæti nottla fengið mér endurvinnslutunnu en það kostar og ég  splæsi ekki heimsendingunni á korperatið.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband