Færsluflokkur: Bloggar

Að stíga skrefið til fulls

Nú er ég alveg að verða danskur. Ég er skráður með lögheimilli hérna, er búnað fá leiðbeiningar um hvernig ég fæ peninga frá fíkinu,tek lestina í vinnuna á morgnana með takeaway cappochino eins og hver annar metrópóll og mér finnst allt vera of dýrt. Ég er kominn með danska kennitölu, segi "hæ" þegar ég kveð, safna bjórflöskum og fer aldrey á Strikið. Ég fell orðið það vel inn í hópinn að ég er reglulega spurður til vegar...af Dönum.

Samt vantar eitthvað og ég held að ég viti hvað það er, er meir að segja búnað finna mér skotmark. Er búnað planleggja og hugsa til enda og þannig verður loksins skrefið STIGIÐ TIL FULLS!! Svona tekst mér að verða eins og allir hinir bjánarnir hérna... Ég ætla að stela reiðhjóli.

 


Ósvarandi spurning #1

-Ef þú ert í flugvél sem ferðast á hljóðhraða og prumpar.... finnur maður þá lyktina á áður en maður heyrir hljóðið. 


Eitt sinn verða allir menn að deyja.

Dauða mínum átti von á en ekki að sjálfur Snoop dog myndi tapa kúlinu en það hefur hann gert með gelgjugreddóttu vidjói við hið drulludrauppandi vonda lag sexual seduction. Snoop að rappa í gegnum vókóder er svona svipað og að setja steiktan lauk á rjómaís fjandinn hafi það.

Er ekki bara hægt að endurutgefa Doggýstæl, það er nú varla hægt að toppa þá snildar skífu.


Tv2-LIVE

Eftir að þær fregnir bárust að 10.besti veitingastaður í heimi væri í Köben hafa danir meira og minna verið ælandi af stolti. T.d. var allt fullt af blaðamönnum í dag og kamerukrúin að læðast um á snakkstöðini, þar sem ég afgreiði dippin mín 4. þannig að það er aldrey að vita nema að þig fáið að sjá hnakkan eða handabökin á kjallinum ef að horfið mikið á Danmörk í dag, en ég reyni að setja inn vidjó ef þessi kvikindi eru nógu tæknivæddir til að setja fréttatímana sína á netið eins og venjulegt fólk Wink

.

 


Fimmtán smimmtán

Þær stórskemmtilegu en jafnframt taugatrekkjandi fréttir bárust í dag um að Noma hafi risið á topp 50 lista S.Pellegrino úr sæti 15 og upp í 10. sæti. Listinn kemur út einusinni á ári og er valinn af um 200 veitingablaðamönnum, matreiðslu-og framleiðslumönnum, vínþjónum sem og öðru fag-og áhugafólki. Fer valið þannig fram að hver tilnefnir 5 staði, 3 úr sinni heimabyggð og tvo utan úr heimi svo segja má að listinn sé mjög marktækur því að stigin dreyfast víða um heiminn eins og sjá má á listanum í heild sinni.

Það verður allavegana ekki minna að gera núnaWink


Dirty old man.

Með kokka(sem ég kalla allt eldhússtaff) frá ca.8-9 löndum er enska aðeins töluð í eldhúsinu og eru menn misgóðir og veldur þetta oft misskilningi. Til að mynda var ég spurður af belgískum nema sem heitir Yanick og talar eins og Borat á fermingaraldri, hvort ég væri "dirty nine". Hann skildi ekki furðusvipinn og íslenska Ha-ið og kváði aftur "dirty nine". Eru það e-r samtök hugsa ég og vill þá helst ekki hafa neitt með þann félagsskap að gera. Orðlaus og opinmynntur veit ég ekki alveg hvað ég eigi að segja um Dirty nine en þá kemur breski sjéffin okkur til bjargar og spyr mig: Are you really thirty nine years old???

Þá hafði belgiska fíflið miskilið e-n sem sagði að ég væri twenty nine og borið það undir mig sem tók því sem hann væri að bjóða mér í hommaklúbb. 

Þetta leiðréttist um leið og var það mál manna að ég væri þá sennilega unglegasti 39ára maðurinn sem þeir hefðu séð. Ég ákvað að taka því sem hrósi. 


Föst vinna! Borguð og allt

Eftir stutt atvinnuviðtal úti í ruslaporti bauð Christian sous chef mér vinnu á morgun vaktinni sem þýðir að ég mæti kl 0600 og vinn til 1800 alla virka daga, og sé um allan undir búning fyrir daginn og mínenplas( undirbúning) fyrir snakkið, sem eru 4 diskar sem þú færð á meðan að þú skoðar matseðilinn
og taka á móti vörum.

 Þetta er starf með mikilli ábyrgð sem krefst mikils skipulags og ég hef ákveðið að taka því...  svo nú er maður kominn í djúpu laugina að vinna hjá 15. besta restaurant í evrópu smkv. topp 50 listanum, en það kemur nýr 21apríl


Laminn bakvið Löduna hvað??

 Í gamla daga á uppi á Grilli gamla daga var sagt að ef að menn stæðu sig ekki yrði sá hinn sami "laminn bak við löduna". Og var þetta notað svona sem innantóm hótun til að leggja áherslu á áminningarorð sín og var þá visað í gamalt lödu grey sem lá látið úti á bílastæði sinfóniunnar í einhverja mánuði en þetta er áratugum fyrir mína tíð.

 Þetta myndi þeim ekki detta í hug á Nómu.. allltof vægt.

Eftirfarandi er samtal sem Robert(aka. Fabio) yfirnemi átti við sænskan stagé á unglings aldri. Þó skal hafa í huga að Fabio er útúrsteraður með tribal/gangstera tattú og virkar sem algert hard ass á að líta en er mjög ljúfur og hefur meir að segja unnið á Hótel Búðum og Humarhúsinu á Ísl. Hinn heitir Emil er 17ára sænkskur stagé með metnaðinn í lagi en fátt annað, bólugrafinn, mjór í mútum.

Fabio er að skamma hann fyrir að láta sig hafa óskolaðar jurtir í service. Hafa skal í huga að báðir hafa mikinn og sterkann hreim sem hæfir þeirra þjóðerni og geriri það lesturinn betri og skilar hinum svarta húmor á réttann hátt.

Róbert: Emil!! why is this not whased??(muna danska hreiminn)

Emil: it´s not?( sænskur og í mútum)

R:no it´s fuckin fithy.

E:I put it in the water for the wa...

R:Don´t  giveme this shit in service or I´m gona rape you?

 Welcome to the jungle? hugsaði ég á að ég hélt niðrí mér andanum til að rifna ekki úr hlátri

til að skilja danskan hreim á enskuna bendi ég á Jútubið neðar á síðunni 


Jæja Loksins kominn með nettengingu

 Er lenntur í Köben og er búnað vera síðastliðnar 2 vikur að vinna stagé (frítt, fyrir reynslu og tilraunar) á Noma. 2*michelin og númer 15 á topp 50 listanum í Evrópu. Þetta eru hressilegar 15 tíma vaktir  með tilheyrandi öskrum og hlaupum. Ég er þarna til reynslu og Sous Chefin ætlar að tala við mig á morgun um framhaldiðog hann minntist á það að fyrrabragði svo ég er vongóður.

 Annars bý ég núna í herbergi á Amager sem ég leigi af íslenskum manni, hann verður varla var við mig þar sem ég er hérna bara rétt yfir blánóttina.

Annars er lítið annað að frétta. 


Styttist í brottför

Eftir mikla og öra magaýruframleiðslu og örvæntingafulla leit af tímabundnu húsnæði reddaðist það í morgun, sólarhring fyrir brottför. Mér var bennt á auglýsingu í fréttablaðinu þar sem auglýst var herbergi á Amager frá 1apríl, mánuð í senn á aðeins brot af þeim peningum sem ég var búinn að sjá að færu í herbergi á hinu góðkunna mellu-og íslendinga hóteli Löven á Vesturbrú. Og að auki ætlar maðurinn sem er íslenskur að sækja mig á Kastrup.

Þannið að það má segja að þetta hafi reddast á síðustu metrunum... Best að afpanta bekkin við lestarstöðina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband